Heilbrigðislausnir

Sólargluggatjöld bjóða vefnaðarvörur fyrir heilbrigðisgeirann frá Sotexpro sem er franskur framleiðandi og sérhæfir sig í vefnaðarvörum fyrir sjúkrahús og stofnanir. Vörurnar þeirra hafa allar þær vottanir sem gerðar eru af heilbrigðisgeiranum og eru vottanir staðfestar af Hohenstein Institute, en sú stofnun er leiðandi á því sviði. Efnin eru eldtefjandi og lífvirk efni varna því að í efnum myndist örverur sem leitt geta til sýkinga og ólyktar. Efnin hafa ekki ertandi áhrif á húð. Lífvirka efnablöndu vefnaðarvörunar er ekki hægt að þvo úr þannig að styrkur efna, eiginleikar og ending er því varanleg. Hægt er að fá efnin í mörgum litum. Brautir eru sérhönnuð kerfi til aðskilja sjúkrarúm og rými, þær eru hannaðar með hreinlæti í huga og þarfnast ekki smurningar. Brautir eru hvíthúðaðar og eru úr áli. Eins og með aðrar vörur þá sérhannar Sólargluggatjöld brautir og efni eftir málum.