Sólargluggatjöld hafa verið leiðandi í framleiðslu og sölu gluggatjalda í yfir hálfa öld. Edwin Árnason eldri, stofnaði fyrirtækið 1946 og framleiddi fyrirtækið þá ál- og trérimlatjöld að Lindargötu 25. Fyrirtækið hóf framleiðslu strimlagluggatjalda árið 1970, hið fyrsta á Íslandi. Fyrirtækið bætti smá saman við framleiðslu, s.s. rúllutjöldum, sólarfilmum, plíseruðum gluggatjöldum, brautum og stöngum, nú síðast hefur fyrirtækið bætt gluggatjaldaefnum við vöruúrvalið. Árni, sonur Edwins, tók við rekstrinum 1977 og stýrði því þar til sonur hans Edwin Árnason tók við sem framkvæmdastjóri 1998, þó Árni héldi áfram að starfa við fyrirækið.
Fyrirtækið hefur allt frá upphafi verið sterkt á verktakamarkaði (fyrirtæki og stofnanir) jafnt sem á smásölumarkaði.
Árið 2005 tók Valdimar Grímsson við rekstrinum og starfa 13 manns við fyrirtækið nú, verslun og verksmiðja er til húsa í Ármúla 13a.
Árið 2013 sameinaðist Pílugluggatjöld og Ljóri Sólargluggatjöldum sem eflir fyrirtækið hvað varðar fjölbreytni.
Starfsmenn
Andrea Valdimarsdóttir
Kolbeinn Pétursson
Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir
Jónas Ýmir Jónasson
Hjálmar Jóhannesson
Hafsteinn Súsönnuson
