Sólargluggatjöld setja viðskiptavinina í öndvegi og leggur fyrirtækið sig fram við tryggja þeim fjölbreytni og gæði á sanngjörnu verði.

Sölufulltrúar okkar veita skjóta afgreiðslu tilboða ásamt því að leiðbeina viðskiptavinum við val á efnum og finna lausn sem hentar hverjum og einum.

Ef óskað er eftir mælingu og uppsetningu þá eru starfmenn okkar fagmenn og veita þeir ráðgjöf á staðnum. Viðgerðaþjónusta er fyrir framleiðslu okkar og hægt er að fá íhluti hjá okkur í þær gerðir sem við framleiðum.

Starfsfólk er fagfólk með sérþekkingu á þeim vörum og þjónustu sem boðið er upp á. Verksmiðja okkar er búin bestu mögulegu tækjum til að tryggja sem mestu gæði. Sólargluggatjöld notar eingöngu vörur frá viðurkenndum birgjum.

Opið er 10-18 virka daga og 11-15 laugardaga.
Lokað er á laugardögum í júní, júlí og ágúst.

Sími: 534-8500
Fax: 534-8501
Netfang: solar@solar.is

Sólargluggatjöld eru staðsett í Ármúla 13a, 108 Reykjavík.

felli

Mæling og Ráðgjöf

Margt þarf að hafa í huga þegar mælt er fyrir gluggatjöldum og bjóðum við upp á mælingu. Ef við mælum þá tökum við ábyrgð á að allt sé eins og best verður á kosið.

Við sjáum ekki bara um að mál og aðstæður séu metnar heldur veitum við líka ráðgjöf varðandi val.

Uppsetning

Setjum upp gardínur og tryggjum að allar frágangur sé til fyrirmyndar. Verkefnin geta verið stór sem smá og aðstæður misjafnar. Hjá Sólargluggatjöldum eru það fagmenn sem framkvæma verkin.

Tveggja ára ábyrgð er á allri vinnu.


Viðgerðir

Öflug viðgerðarþjónusta er í boði fyrir allar okkar vörur. Hægt er að koma með gardínur í viðgerð eða fá keypta þjónustu heim.

Við leggjum kapp í að eiga alla íhluti.

Þrifa leiðbeiningar

Öll okkar efni þola þrif. Efnisgerðir eru margar og eru mismunandi aðferðir hvað þrif varðar. Hafið samband við sölufulltrúa okkar varðandi þrif.

Nokkrir aðilar gefa sig út fyrir slíka þjónustu og er hægt að fara með gardínur til þeirra eða fá keypta þjónustu á staðinn.

Eftirtaldir aðilar sem við mælum með og veita slíka þjónustu eru:

  • B&B gluggatjaldahreinsun ehf. S: 777-5030
  • Nýja tæknihreinsunin ehf. S: 897-3634