Sólargluggatjöld

Sólargluggatjöld hafa haft það að markmiði síðan 1946 að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu gæði hvað varðar vörur og þjónustu.

Leitast er við að geta haft lausnir fyrir alla glugga og bjóða mismunandi möguleika. Sólargluggatjöld setja það markmið að hafa það nýjasta sem kemur á markað og leggjum við mikla áherslu á að bjóða upp á góð gæði í efnum og íhlutum. Birgjar okkar eru leiðandi í þeim efnum.

Efnin okkar hafa viðurkenndar vottanir fyrir því sem þau eiga að standa fyrir. Vörur okkar eru framleiddar eftir málum í verksmiðju okkar og eru starfmenn okkar með mikla reynslu ásamt því að notast við fullkomin tækjabúnað.