Strimlar eru skemmtileg lausn fyrir heimili sem og fyrirtæki og því er fjarri lagi að slík gluggatjöld eigi aðeins heima á tannlæknastofum og í bönkum.

Þessi lausn hentar nútímastraumum í arkitektúr einstaklega vel þar sem mikið er um gólfsíða og hallandi glugga.

Hjá Sólargluggatjöldum færðu fjölbreytt úrval efna í þessum flokki, við bjóðum upp á yfir 200 möguleika í lita og efnisvali, jafnt fyrir svefnherbergið, stofuna og skrifstofuna. Hægt er að velja tvær breiddir 89mm og 127mm.

Myndamappa frá Louvolite

Hér má sjá myndir og upplýsingar um efni frá Louvolite sem framleiðir hágæða gardínuefni.